top of page

Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftirá?

2020 - 400 eintök

Um verkið:

 

Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftirá? er persónuleg myndræn frásögn um reynslu höfundar af því að missa tökin á raunveruleikanum og fara í geðrof. Bókin styðst við samspil teikninga og texta til þess að skapa heildstætt sjálfsævisögulegt bókverk. Hún er einhvers staðar á milli þess að vera hefðbundin sjálfsævisaga og myndlist.

„Þegar ég hugsa þetta betur þá átta ég mig þó á því að auðvitað eiga púslin ekki að passa saman. Ég var búin að missa vitið og ranghugmyndir ganga ekki upp eins og reikningsdæmi eða púsluspil. Annars væru það ekki ranghugmyndir.“

Halla Birgisdóttir var rúmlega tvítug, efnilegur listnemi og ung móðir þegar hún lagði af stað í ferðalag erlendis með manni sínum og barni. Á ferðalaginu varð smám saman ljóst að einkennileg hegðun sem aðstandendur hennar töldu í upphafi stafa af álagi og svefnleysi var í raun fyrstu merki geðrofs. Halla sannfærðist um að hún væri þátttakandi í raunveruleikasjónvarpsþætti. Allt sem hún heyrði, sá og upplifði gat orðið að merkingarbærri vísbendingu sem leiddi hana áfram inn í raunveruleika sem varð að lokum algjörlega óaðgengilegur fólkinu í kringum hana. 

Sýnishorn úr bók:

bottom of page